Frá mér til þín

- Mögnuð saga Clifford Edwards -

Ég fæddist árið 1945 inn í fátæka verkamannafjölskyldu. Við vorum sex systkinin, fimm stelpur og einn strákur. Pabbi minn misnotaði áfengi og flestar æskuminningar mínar snúast um ótta og stöðugt hungur. Jafnt sumar sem vetur fór fjölskyldan í langan göngutúr á laugardögum og sunnudögum um það leyti sem börunum var lokað til að veraekki heima þegar pabbi kæmi heim. Ég var lagður í einelti í skóla, bæði afbörnum og fullorðnum. Ég fékk fljótt þau skilaboð að það kærði sig enginn ummig. Ég hafði mjög góða söngrödd og þegar ég var aðeins sjö ára gamall fékk ég að syngja með kirkjukórnum. Það fannst mér gott því að sunnudagarnir voru verstu dagar pabba vegna drykkju og skapvonsku. Pabbi kúgaði fjölskylduna andlega og hélt fyrir okkur vöku nótt eftir nótt langt fram undir morgun. Þegar ég var fjórtán ára hætti ég í skóla og fór að vinna viðmálmsteypu. Ég þótti ekki nógu góður til að komast á samning svo ég hætti ogfór að vinna annars staðar. Ég leitaðihamingjunnar en fann hana ekki. Ég söng ennþá í kór og þegar bandaríski trúboðinn Billy Graham kom til Bretlands snemma á sjöunda áratugnum var ég beðinn um að koma með kórnum á samkomu til hans. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði fagnaðarerindið og á meðan á samkomunni stóð fór ég að gera mér grein fyrir því að Jesús væri sannarlega sonur Guðs og aðhann elskaði mig. Í lok samkomunnar var fólki sem vildi gera Jesú að frelsarasínum boðið upp á bæn. Ég var einn af þeim, en fljótlega eftir að ég kom heim fór ég að lifa nákvæmlega sama lífi og ég hafði alltaf gert og ákvörðun mín rann út í sandinn. Kirkjan mín hafði ekki trú fyrir ameríska trúboðanum né skilning á mikilvægi þess að fæðast á ný andlega. Presturinn minn sannfærði mig um aðég færi til Guðs. Ég hafði verið skírður sem barn og það var vitað að allir meðlimir biskupakirkjunnar færu til himna. Þegar ég var nítján ára fór ég að vinna á börum og næturklúbbumsem söngvari. Ég náði fljótlega nógu miklum vinsældum til að gera þetta að atvinnu minni og mig fór að dreymaum frægð. Ég lofaði sjálfum mér að ég myndi aldrei verða eins og pabbi, ég myndi aldrei snerta áfengi né misbjóða börnunum mínum. Eftir því sem tíminn leið varð drengurinn sem enginn kærði sig um eftirsóttur skemmtikraftur. Eftir eina skemmtunina þar sem allt flaut í kampavíni smakkaði ég áfengi í fyrsta sinn og kunni vel að meta frjálsræðið sem mér fannst vínið veita. Frá þeirri stundu varð áfengi viðamikill hluti aflífi mínu. Áður en langt um leið gat ég ekki komið fram án þess að hafa bragðað áfengi fyrst, en ég gerði mér enga grein fyrir hvílíkt hald áfengið hafði á lífi mínu. Eitt skiptið þegar ég var að syngja datt ég niður af sviðinu og gat ekki haldið áfram því að ég varofurölvi. Á einni nóttu svo að segja varferli mínum lokið. Ég var alltaf drukkinn og engan veginn hægt að treysta mér.Ég hafði átt nóga peninga og fullt af vinum sem voru alltaf til í að skemmta sér með mér, en þegar frægðin mín og peningarnir hurfu, hvarf allt þetta fólk.Áfengisvandi minn virtist valda öllumskelfingu nema sjálfum mér. Áður en langt um leið gerði ég mér grein fyrir að lífi mínu í vellystingum væri lokið. Það var að mínu mati aðeins ein leið fær og hún var sú að fara til London og reyna að byrja upp á nýtt. En það var enginn tilbúinn til að gefa mér annað tækifæri og ég varð heimilislaus. Margar nætur svaf ég á bekkjum í skemmtigörðum,undir berum himni, drakk og betlaði. Á götunni kynntist ég mörgum mönnum sem voru útigangsmenn eins og ég og höfðu misst alla von. Við eyddum öllumdögum í algjöru iðjuleysi. Í ofanálag keðjureykti ég og var að tapa heilsunni án þess að gera mér grein fyrir að ég ætti við vandamál að stríða. Stundum komu góðgerðarsamtök með mat og föt til að hjálpa okkur. Oft var þetta fólk frá kirkjum sem bauð okkur líka fyrirbæn.Ég hafði verið alinn upp í kirkju og hafði sannfært sjálfan mig um að bænin gerði ekki gagn. Þetta var löngu áður en ég áttaði mig á því að ástæðan fyrir því að bænum mínum var ekki svarað var sú að ég hafði bara aldrei beðið.

Hverju á Guð að svara ef hann er aldrei beðinn?

Eitt sinn var ég á leiðinni til Hjálpræðishersins til að fá gefin föt þegar eldri maður frá Hjálpræðishernum stoppaði mig og sagði: „Hvenær ætlar þú að snúa við blaðinu?“ Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ausið yfir manninn fúkyrðum, en það var eitthvað við þennan mann sem olli því að ég brást ekki til varnar. Mér fannst ég skynja einhvern kærleika og umhyggju frá þessum manni sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. „Hver kærir sig um vonlausan mann eins og mig?“ spurði ég. Eftir andartak horfði maðurinnbeint í augun mér og sagði: „Ég veit um einn sem kærir sig um þig þótt þú kærirþig ekki um hann. Ég get útvegað þér pláss í afeitrun í dag.“ Og ég fór í afeitrunarmeðferð hjá Hjálpræðishernum. Eftir hræðilega daga afeitrunar var mér hleypt á fætur. Hjálpræðisherinn hafði margar reglur fyrir skjólstæðinga sína og ein þeirra fólst í skyldumætingu á helgistundir á morgnana. Helgistundin tók aðeins fimmtán mínútur og jafnvel þótt ég mætti og hefði gaman af sálmasöngnum þá hafði þetta enga merkingu fyrir mig. Vegna mikillar eftirspurnar eftir afeitrun stóð meðferðin aðeins í sjö daga. Eftir sjö daga fór ég á skrifstofuna til að kveðja starfsfólkið sem hafði gert svo mikið fyrir mig. Þegar þangað kom var mér boðið að vera í þrjá daga í viðbót þar sem maðurinn sem áttiað koma á eftir mér hætti við. Ég þáði það með þökkum og leið ótrúlega vel.

Um kvöldið kom maður á vakt sem ég hafði ekki séð áður. Hann var mjög viðkunnanlegur og virtist hafa áhuga á skjólstæðingum sínum. Um kvöldið þegar allir voru farnir að sofa nema ég,bauð maðurinn mér tesopa. Ég þáði það og settist. Maðurinn var að lesa og í stað þess að standa upp og hita te handa mér þá las hann upphátt:

„Svoelskaði Guð heiminn að gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“

Ég horfði á manninn og hugsaði með mér hvað myndi gerast næst. Að lokum fékk ég tebollann og fór að spjalla við manninn um ótal margt sem ég hafðialdrei skilið. Áður en ég fór að sofa þetta kvöld og maðurinn lauk vaktinni sinni hafði ein sál gefið frelsara sínum líf sitt.

Næstu fjögur árin fylgdi ég elskuðum frelsara mínum og þó svo að mér finndist það stundum erfitt þá hélt ég mér frá víni. Ég varð Hjálpræðishermaður og var stoltur af aðbera búninginn. Ég fór meira að segja inn á barina til að selja gömlu félögum mínum Herópið.

Árið 1980 kynntist ég konu innan Hjálpræðishersins sem ég kvæntist árið eftir. Nýgift fórum við í heimsókn til heimabæjar míns til að fagna brúðkaupinu meðal minna ættingja. Við áttum yndislega daga þar, en áður en við yfirgáfum þau fengum við óvænta kveðjugjöf, kampavínsflösku. Þó svo að ég færðist undan því að fá mér glas tók fjölskyldan ekki annað í mál en égskálaði með þeim svo ég lyfti glasi. Áður en við fórum var ég orðinn ofurölvi og edrúmennskan orðin að engu. Hjónabandinu lauk innan tveggja ára og drengurinn sem hafði lofað sjálfum sér að verða aldrei eins og pabbi sinn var orðinn jafnvel verri. Það tók mig fjórtán ár að verða edrú aftur. Fjórtán ár á götunni og þrjátíu og þrjár innlagnir ámeðferðarstofnanir. Árið 1996 fékk ég þann úrskurð að vera með óafturkræfarheilaskemmdir og lifrarbilun. Ég átti sex

mánuði ólifaða. Ég átti enga von.

Ég var að deyja

Eftir því sem vikurnar liðu versnaði mér.Ég var með stöðugan höfuðverk og fórað fá gulu. Ég hrópaði á Guð því að ég vissi að ég var að deyja án þess að eiga fullvissu um eilíft líf.

Í heimabænum mínum hittust nokkrir menn vikulega til að biðja saman. Mér var eitt sinn boðið á bænastund til þeirra og það sem kom mér á óvart var að þetta voru mikils metnir menn í samfélaginu frá mörgum kirkjudeildum.

Þó svo að ég hafi verið orðinn edrú og reynt að bera mig vel gat ég ekki horftframhjá tómleikanum í hjarta mínu. Ég hrópaði til Guðs, en svörin og kraftaverkin létu á sér standa. Mér versnaði smám saman og síðla sumars 1996 vissi ég að endalokin voru nærri. Sem útigangsmaður hafði ég séð menn deyja á götunni og ég þekkti líklyktina. En þegar ég fann þessa sömu lykt afsjálfum mér var botninum náð. Ég vissi að dauðinn yrði ekki umflúinn.

„Himneskifaðir, ég hef snúið baki við þér í svo mörg ár. Viltu fyrirgefa mér jafnvel þótt ég hafi enga framtíð að bjóða. Þú mátt eiga hvert einasta andvarp sem ég á eftir. Jesús, ég trúi að þú hafir dáið fyrir mig og risið upp frá dauðum. Viltu hjálpa mér að halda heit mitt og þjóna þér. Amen.“

Það gerðist þriðjudaginn 13. ágúst 1996 klukkan hálf tíu að kvöldi og þá nótt svaf ég eins og barn, í fyrsta skipti í mörg ár.

Þegar ég vaknaði næsta morgun vissi

ég að eitthvað hafði gerst. Eftir því sem leið á daginn fann ég fyrir djúpumsálarfriði og hamingju. Ég var ennþá dauðvona, en einhverra hluta vegna truflaði það mig ekki því að ég vissi að Guð hefði loksins heyrt og svarað bæn minni. Um kvöldið gat ég ekki annað en þakkað Guði fyrir þennan yndislega dag.

„Faðir, ég þakka þér fyrirfrelsisverkið. Ég veit að þú gerðireitthvað í lífi mínu í gær. Ég lofaði að þjóna þér allan þann tíma sem ég ætti eftir og ég bið þig að sýna mér hvað þú vilt að ég geri og viltu hjálpa mér að gera þig dýrlegan og son þinn, Jesú.“

Þar sem ég beið hljóður fann ég einhverja innri rödd segja mér að ná mér í landakort. Þetta var ekki rödd sem maður heyrir með eyrunum heldur innra með sér. Þó svo að þessi reynsla hefði aldrei hent mig fyrr þá þekkti ég þessa rödd og fann fyrir nærveru Heilags anda.Ég fann landabréfabók og opnaði hana af handahófi. Kortið var af Devon og Cornwall í Englandi og bæjum á því svæði.

Hvað svo, Drottinn?

Þegar ég bað þá heyrði ég þessa rödd aftur sem ég átti eftir að heyra svo miklu oftar og elska.

„Farðu og syngdu á götunum og segðu öllum sem tala við þig að ég elski þá og þrái að kynnast þeim betur.“

„En Guð, ég er að deyja og það tekur margar vikur að skipuleggja þetta ogsafna fyrir því. Ég á enga peninga og þessi ferð mun kosta fúlgu, en ég skal treysta þér til þess að sjá mér fyrir styrk til að sinna þessu hlutverki.“

Ég fór af stað áður en langt um leið og fór til þeirra staða sem Jesús leiddi mig á. Þar söng ég og sagði þeim sem á mig vildu hlusta að Jesús elskaði þá og vildi kynnast þeim betur. Margir tóku á móti Jesú sem frelsara sínum. Þrátt fyrir að eiga aðeins stutt eftir ólifað hélt ég áfram að ferðast fyrir Jesú. Það var mikil vinna og lýjandi.

Ég kom í margar kirkjur og því betur sem ég hlustaði komst ég að því að í þessu kristna landi hafði fólkið farið frá sannleikanum til að þjóna hefðinni. Margir þeirra sem trúðu á Jesú þekktu hann jafnvel ekki. Þetta fólk varKIRKJUNNAR FÓLK rétt eins og éghafði verið sjálfur. Á sunnudögum fjölluðu ræðurnar í kirkjunum um góða siði í stað þess að fjalla um kross Krists.Fólk var í raun á leið til HELVÍTIS og það var kirkjan sem var að senda það þangað vegna undanbragða í boðuninni.

Þrátt fyrir dauðadóm minn hélt ég áfram að ferðast um, syngja og segja frá Jesú.Árið 2001 fékk ég krabbamein í hálsinn og gekkst undir erfiða skurðaðgerð. Löngu síðar var mér sagt að lífslíkur mínar hefðu verið taldar þrír mánuðir. En þrátt fyrir að hafa verið greindur með heilaskemmdir, skorpulifur og krabbamein og standa hvað eftir annað við dauðans dyr er ég heill í dag. Og svo lengi sem Jesús vill held ég áfram að ferðast um, syngja og segja frá honum.

Jesús elskar þig!

Nánari upplýsingar má fá á slóðinni

www.highwaysforjesus.com